Þing kemur saman 10 dögum fyrir jól: „Það átta sig allir á því að tíminn er knappur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 16:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við undirritun stjórnasáttmálans í liðinni viku. vísir/eyþór Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52
Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40