Allt undir hjá Liverpool í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Jurgen Klopp var yfirvegaður og hress á fundinum í gær. Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool þurfa að standa þétt við bakið á sínu liði í kvöld enda er ansi mikið undir hjá félaginu er Spartak frá Moskvu kemur í heimsókn. Þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. Liverpool er í efsta sæti E-riðils með 9 stig fyrir leikinn. Sevilla er í öðru sæti með 8 stig og Spartak er svo í því þriðja með 6 stig. Liverpool dugar jafntefli til þess að komast áfram í sextán liða úrslit og vinnur riðilinn með sigri. Tapist leikurinn aftur á móti þá er liðið í vondum málum.Liverpool má ekki tapa Liverpool og Spartak verða þá bæði með 9 stig en Spartak verður fyrir ofan í töflunni þar sem fyrri leikur liðanna fór 1-1. Sevilla mun að öllum líkindum klára Maribor og þá er Liverpool í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina. Ef Sevilla gerir jafntefli og öll liðin enda með 9 stig verður Liverpool einnig í þriðja sæti. Það má því ekkert klikka.Þakklátur fyrir tækifærið „Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Ég vil ekki gera of mikið úr þessu en leikurinn er mjög stór. Það er mikil spenna og óvissa í gangi. Auðvitað mikil tækifæri líka og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, en það verður enginn Adam Lallana í liði Liverpool í kvöld en stjórinn er að fara sparlega með hann þar sem hann er að ná sér í gang eftir meiðsli. Liverpool hefur ekki tapað leik í riðlakeppninni og mætir til leiks í fínu formi enda ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum. Þannig virkar ekki lífið „Góðir og slæmir hlutir hafa gerst í riðlakeppninni en þó aðallega góðir. Ég veit að margir segja að við ættum þegar að vera komnir áfram en þannig virkar ekki lífið. Spartak gæti sagt það sama eftir að hafa tapað stigum gegn Maribor. Bæði lið eru sterkari en þau voru er við mættum þeim síðast og þetta ætti því að vera spennandi leikur.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að standa þétt við bakið á sínu liði í kvöld enda er ansi mikið undir hjá félaginu er Spartak frá Moskvu kemur í heimsókn. Þetta er lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. Liverpool er í efsta sæti E-riðils með 9 stig fyrir leikinn. Sevilla er í öðru sæti með 8 stig og Spartak er svo í því þriðja með 6 stig. Liverpool dugar jafntefli til þess að komast áfram í sextán liða úrslit og vinnur riðilinn með sigri. Tapist leikurinn aftur á móti þá er liðið í vondum málum.Liverpool má ekki tapa Liverpool og Spartak verða þá bæði með 9 stig en Spartak verður fyrir ofan í töflunni þar sem fyrri leikur liðanna fór 1-1. Sevilla mun að öllum líkindum klára Maribor og þá er Liverpool í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina. Ef Sevilla gerir jafntefli og öll liðin enda með 9 stig verður Liverpool einnig í þriðja sæti. Það má því ekkert klikka.Þakklátur fyrir tækifærið „Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Ég vil ekki gera of mikið úr þessu en leikurinn er mjög stór. Það er mikil spenna og óvissa í gangi. Auðvitað mikil tækifæri líka og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, en það verður enginn Adam Lallana í liði Liverpool í kvöld en stjórinn er að fara sparlega með hann þar sem hann er að ná sér í gang eftir meiðsli. Liverpool hefur ekki tapað leik í riðlakeppninni og mætir til leiks í fínu formi enda ekki tapað í síðustu átta leikjum sínum. Þannig virkar ekki lífið „Góðir og slæmir hlutir hafa gerst í riðlakeppninni en þó aðallega góðir. Ég veit að margir segja að við ættum þegar að vera komnir áfram en þannig virkar ekki lífið. Spartak gæti sagt það sama eftir að hafa tapað stigum gegn Maribor. Bæði lið eru sterkari en þau voru er við mættum þeim síðast og þetta ætti því að vera spennandi leikur.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira