Gætu allt eins hent peningum út um gluggan eins og að fá Darrel Lewis aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 11:30 Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00
Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00
Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30