Ford íhugar að hætta sölu bíla víða í S-Ameríku Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:41 Einn af útsölustöðum Ford í S-Ameríku. Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent