Breski bóndinn sem lærði að búa til skyr á Íslandi frumkvöðull ársins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 13:48 Sam Moorhouse fór ásamt Þórarni E. Sveinssyni vítt og breitt um landið til að kynna sér skyrgerð. Vísir Sam Moorhouse, ungur breskur bóndi sem ferðaðist um Ísland með það að markmiði að læra að búa til skyr, var valinn frumkvöðull ársins á verðlaunahátíð breskra bænda í síðasta mánuði. Hann framleiðir skyr eftir íslenskri aðferð og fer framleiðslan ört vaxandi. Alls komu 700 bændur og aðrir sérfræðingar saman á hátíðinni til þess að gera upp árið í mjólkuriðnaði á Bretlandi. Moorhouse, sem á og rekur Hesper Farm í Yorkshire-héraði, var valinn frumkvöðull ársins í flokki fjölbreytni. Moorhouse og fjölskylda hans hafa um árabil framleitt mjólk en vegna sviptinga á mjólkurmarkaði þurftu þau að leita nýrra leiða til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Íslenskt skyr var svarið.Vísir fjallaði á síðasta ári ítarlega um svaðilför Moorhouse til Íslands til þess að kynna sér hvernig ætti að framleiða skyr. Í samtali við Vísi sagðist Moorhouse hafa dottið í hug að koma til Íslands eftir að hann sá grein um íslensku kúna í tímariti. Flaug hann til Íslands og smakkaði sig áfram þangað til að honum var bent á að tala við Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðing og sérfræðing í öllu sem viðkemur mjólk.Sjá einnig:Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til ÍslandsÞórarinn og Moorhouse ferðuðust saman um Suðurland og Vestfirði þar sem Moorhouse fékk að læra réttu handbrögðin. Þá fór Þórarinn einnig til Englands til þess að aðstoða við vöruþróunina. Úr varð Hesper Farm Skyr sem unnið hefur til verðlauna í Bretlandi og er nú selt í matvöruverslunum víða um Bretland. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir,“ sagði Moorhouse í viðtali við Vísi.Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að Moorhouse hafi þróað nýja mjólkurvöru fyrir Bretlandsmarkað sem tryggt hafi bústörf fjölskyldu hans um ókomna tíð. „Hann rannsakaði vöruna, lærði að framleiða hana, var með skýra viðskiptaáætlun og mun deila þekkingu sinni eftir því sem fyrirtækið vex. Snilldarlegt og nýjungarlegt verkefni.“ Tengdar fréttir Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sam Moorhouse, ungur breskur bóndi sem ferðaðist um Ísland með það að markmiði að læra að búa til skyr, var valinn frumkvöðull ársins á verðlaunahátíð breskra bænda í síðasta mánuði. Hann framleiðir skyr eftir íslenskri aðferð og fer framleiðslan ört vaxandi. Alls komu 700 bændur og aðrir sérfræðingar saman á hátíðinni til þess að gera upp árið í mjólkuriðnaði á Bretlandi. Moorhouse, sem á og rekur Hesper Farm í Yorkshire-héraði, var valinn frumkvöðull ársins í flokki fjölbreytni. Moorhouse og fjölskylda hans hafa um árabil framleitt mjólk en vegna sviptinga á mjólkurmarkaði þurftu þau að leita nýrra leiða til að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn. Íslenskt skyr var svarið.Vísir fjallaði á síðasta ári ítarlega um svaðilför Moorhouse til Íslands til þess að kynna sér hvernig ætti að framleiða skyr. Í samtali við Vísi sagðist Moorhouse hafa dottið í hug að koma til Íslands eftir að hann sá grein um íslensku kúna í tímariti. Flaug hann til Íslands og smakkaði sig áfram þangað til að honum var bent á að tala við Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðing og sérfræðing í öllu sem viðkemur mjólk.Sjá einnig:Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til ÍslandsÞórarinn og Moorhouse ferðuðust saman um Suðurland og Vestfirði þar sem Moorhouse fékk að læra réttu handbrögðin. Þá fór Þórarinn einnig til Englands til þess að aðstoða við vöruþróunina. Úr varð Hesper Farm Skyr sem unnið hefur til verðlauna í Bretlandi og er nú selt í matvöruverslunum víða um Bretland. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir,“ sagði Moorhouse í viðtali við Vísi.Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að Moorhouse hafi þróað nýja mjólkurvöru fyrir Bretlandsmarkað sem tryggt hafi bústörf fjölskyldu hans um ókomna tíð. „Hann rannsakaði vöruna, lærði að framleiða hana, var með skýra viðskiptaáætlun og mun deila þekkingu sinni eftir því sem fyrirtækið vex. Snilldarlegt og nýjungarlegt verkefni.“
Tengdar fréttir Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. 13. október 2016 13:30