Llorente opnaði markareikning sinn hjá Tottenham í fjarveru Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 21:15 Fernando Llorente fagnar marki sínu. Vísir/Getty Fernando Llorente skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í 3-0 sigri á Apoel á Wembley í lokaleik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tottenham var búið að vinna riðilinn fyrir leikinn en þessi sigur þýðir að liðið fékk sextán stig af átján mögulegum í riðlakeppninni. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu og menn eins og Harry Kane og Christian Eriksen fengu frí. Michel Vorm, Serge Aurier, Danny Rose, Juan Foyth, Harry Winks, Moussa Sissoko, Nkoudou og Fernando Llorente komu allir inn og það skipti ekki máli. Fernando Llorente kom Tottenham í 1-0 á 20. mínútu eftir fyrirgjöf frá Serge Aurier og laglegan snúning í teignum. Heung-min Son kom Tottenham síðan í 2-0 á 38. mínútu eftir sendingu frá Fernando Llorente. Georges N'Koudou innsiglaði síðan sigurinn á 80. mínútu eftir laglegt hlaup inn í teig. Meistaradeild Evrópu
Fernando Llorente skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í 3-0 sigri á Apoel á Wembley í lokaleik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tottenham var búið að vinna riðilinn fyrir leikinn en þessi sigur þýðir að liðið fékk sextán stig af átján mögulegum í riðlakeppninni. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu og menn eins og Harry Kane og Christian Eriksen fengu frí. Michel Vorm, Serge Aurier, Danny Rose, Juan Foyth, Harry Winks, Moussa Sissoko, Nkoudou og Fernando Llorente komu allir inn og það skipti ekki máli. Fernando Llorente kom Tottenham í 1-0 á 20. mínútu eftir fyrirgjöf frá Serge Aurier og laglegan snúning í teignum. Heung-min Son kom Tottenham síðan í 2-0 á 38. mínútu eftir sendingu frá Fernando Llorente. Georges N'Koudou innsiglaði síðan sigurinn á 80. mínútu eftir laglegt hlaup inn í teig.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti