Fer Disney í samkeppni við Netflix? Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 16:06 Walt Disney stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sínum, Roy, árið 1923. getty Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Disney Netflix Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim.
Disney Netflix Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira