Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Haraldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 IKEA á Íslandi seldi veitingar fyrir um 1,5 milljarð á síðasta rekstrári. vísir/eyþór Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“ IKEA Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“
IKEA Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira