Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:02 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis valda áhyggjum og ákveðnum vonbrigðum. Þetta sagði utanríkisráðherra í fréttum RÚV fyrr í kvöld. Hann segir að þetta sé skref sem að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað verið hvattur til að hverfa frá þessari fyrirætlan. Guðlaugur Þór segir á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld að staða Jerúsalem sé grundvallaratriði í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Málið verði ekki leyst með því að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem, en Bandaríkjaforseti tilkynnti jafnframt frá því að hann hafi beint því til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja undirbúning flutnings sendiráðsins.Status of #Jerusalem is an essential part of #Israel #Palestine peace process, it will not be resolved by moving #JerusalemEmbassy.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) December 6, 2017 Í samtali við RÚV segir Guðlaugur að ákvörðun Trump kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarviðræðurnar sem nauðsynlegt sé að blása nýju lífi í. Sömuleiðis sé hætta á að upp úr sjóði í heimshlutanum. Trump greindi jafnframt frá því að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði fyrr í kvöld að Bandaríkin gætu ekki lengur gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela, en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn hins vegar sögulegan og kvaðst vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40