Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 09:42 Flynn á landsfundi repúblikana í fyrra þar sem hann leiddi viðstadda í að hrópa slagorð um að fangelsa Hillary Clinton. Nú er það hins vegar Flynn sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Vísir/AFP Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30