Rússar segja markmiðinu náð í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 16:48 Rússneskum herflugvélum flogið yfir Sýrlandi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira