Enska upprisan í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Liverpool endaði riðlakeppnina á 7-0 sigri. Vísir/Getty Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. Manchester-liðin City og United, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll komin í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fjögur fyrstnefndu liðin unnu sinn riðil en Chelsea lenti í 2. sæti C-riðils á eftir Roma. Þetta er í fyrsta sinn sem fimm lið frá sama landinu komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Raunar er þetta bara í annað sinn sem fimm lið frá sama landi taka þátt í riðlakeppninni. Spánn átti einnig fimm fulltrúa á þarsíðasta tímabili.The Champions League Last 16 Man Utd Basel PSG Bayern Roma Chelsea Barca Juve Lpool Sevilla Man City Shakhtar Besiktas Porto Spurs Real Madrid pic.twitter.com/5K1YeQzmru — GeniusFootball (@GeniusFootball) December 6, 2017 Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur ekki verið merkilegt. Fimm ár eru síðan lið frá Englandi (Chelsea) varð Evrópumeistari og síðan þá hafa aðeins tvö ensk lið, Chelsea 2014 og Manchester City 2016, komist í undanúrslit keppninnar. Á síðasta tímabili hélt Leicester City uppi heiðri ensku liðanna með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. City og Arsenal féllu út í 16-liða úrslitum en Tottenham komst ekki upp úr sínum riðli. Þrír af fimm fulltrúum Englands í Meistaradeildinni í ár voru ekki einu sinni með á síðasta tímabili. Ensku liðin töpuðu aðeins þremur af 30 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Þar af tapaði City fyrir Shakhtar Donetsk í þýðingarlausum leik fyrir Manchester-liðið í fyrradag. Ensku liðin voru með 70% vinningshlutfall í riðlakeppninni í ár. Til samanburðar var vinningshlutfall spænsku liðanna 45,8%, ítölsku liðanna 44,4% og þeirra þýsku 38,8%.4 - This is the first time since 2006-07 that four English sides have finished first in their respective groups in a single Champions League campaign. Charge. pic.twitter.com/iTBodKTqH6 — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Tottenham, sem komst ekki upp úr sínum riðli í fyrra, fékk flest stig allra liða í riðlakeppninni, eða 16 talsins. Spurs var í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid og Borussia Dortmund svo árangur Lundúnaliðsins er framúrskarandi. Ensku liðin skoruðu alls 80 mörk í riðlakeppninni. Liverpool var markahæsta enska liðið með 23 mörk. Aðeins Paris Saint-Germain skoraði meira (25 mörk). Liverpool skoraði tvisvar sinnum sjö mörk í leik; gegn Maribor á útivelli og gegn Spartak Moskvu á heimavelli í fyrradag. Þetta enska haust gleymist samt fljótt ef árangurinn í útsláttarkeppninni næsta vor verður ekki góður. Það getur margt breyst á þeim rúmu þremur mánuðum sem eru þar til 16-liða úrslitin hefjast. En frammistaðan í riðlakeppninni gefur allavega góð fyrirheit.5 - England are the first nation to have five different teams qualify for the Last 16 of the Champions League (since 2003-04). Party. — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira
Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. Manchester-liðin City og United, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll komin í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fjögur fyrstnefndu liðin unnu sinn riðil en Chelsea lenti í 2. sæti C-riðils á eftir Roma. Þetta er í fyrsta sinn sem fimm lið frá sama landinu komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Raunar er þetta bara í annað sinn sem fimm lið frá sama landi taka þátt í riðlakeppninni. Spánn átti einnig fimm fulltrúa á þarsíðasta tímabili.The Champions League Last 16 Man Utd Basel PSG Bayern Roma Chelsea Barca Juve Lpool Sevilla Man City Shakhtar Besiktas Porto Spurs Real Madrid pic.twitter.com/5K1YeQzmru — GeniusFootball (@GeniusFootball) December 6, 2017 Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni undanfarin ár hefur ekki verið merkilegt. Fimm ár eru síðan lið frá Englandi (Chelsea) varð Evrópumeistari og síðan þá hafa aðeins tvö ensk lið, Chelsea 2014 og Manchester City 2016, komist í undanúrslit keppninnar. Á síðasta tímabili hélt Leicester City uppi heiðri ensku liðanna með því að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. City og Arsenal féllu út í 16-liða úrslitum en Tottenham komst ekki upp úr sínum riðli. Þrír af fimm fulltrúum Englands í Meistaradeildinni í ár voru ekki einu sinni með á síðasta tímabili. Ensku liðin töpuðu aðeins þremur af 30 leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár. Þar af tapaði City fyrir Shakhtar Donetsk í þýðingarlausum leik fyrir Manchester-liðið í fyrradag. Ensku liðin voru með 70% vinningshlutfall í riðlakeppninni í ár. Til samanburðar var vinningshlutfall spænsku liðanna 45,8%, ítölsku liðanna 44,4% og þeirra þýsku 38,8%.4 - This is the first time since 2006-07 that four English sides have finished first in their respective groups in a single Champions League campaign. Charge. pic.twitter.com/iTBodKTqH6 — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017 Tottenham, sem komst ekki upp úr sínum riðli í fyrra, fékk flest stig allra liða í riðlakeppninni, eða 16 talsins. Spurs var í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid og Borussia Dortmund svo árangur Lundúnaliðsins er framúrskarandi. Ensku liðin skoruðu alls 80 mörk í riðlakeppninni. Liverpool var markahæsta enska liðið með 23 mörk. Aðeins Paris Saint-Germain skoraði meira (25 mörk). Liverpool skoraði tvisvar sinnum sjö mörk í leik; gegn Maribor á útivelli og gegn Spartak Moskvu á heimavelli í fyrradag. Þetta enska haust gleymist samt fljótt ef árangurinn í útsláttarkeppninni næsta vor verður ekki góður. Það getur margt breyst á þeim rúmu þremur mánuðum sem eru þar til 16-liða úrslitin hefjast. En frammistaðan í riðlakeppninni gefur allavega góð fyrirheit.5 - England are the first nation to have five different teams qualify for the Last 16 of the Champions League (since 2003-04). Party. — OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2017
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Sjá meira