Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. desember 2017 13:53 Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Vísir/Eyþór Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig. Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórum einstaklingum hefur verið ráðinn bani á árinu. Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við í miðbæ Reykjavíkur var á 21. aldursári. Atvikið átti sér stað á fimmta tímanum, aðfaranótt sunndagsins 3. desember. Maðurinn sem lést hét Klevis Sula. Hann var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið honum að bana. Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland í gærkvöldi. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir Klevis hafa verið frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað.Fjórða manndrápsmálið Þetta er fjórða manndrápsmálið hér á landi á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani um miðjan janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í júní. Þá var Sanitu Brauna, 44 ára konu frá Lettlandi, ráðinn bani á heimili sínu í september. Rannveig Þórisdóttir, afbrotafræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það hafi að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Stundum eru ár þar sem ekkert manndráp er framið. Svo koma önnur ár þar sem þau hafa farið alveg upp í fimm á einu ári. Að jafnaði eru þau í kringum tvö á ári.“ Rannveig segir að málin séu óvenju mörg í ár. „Það er í hærri kantinum, sannarlega.“ Hún segir að þó megi ekki draga of miklar ályktanir af fjölda málanna. „Það held ég að við getum ekki gert með svona stutt tímabil og sérstaklega þar sem við höfum séð svona sveiflur áður,“ segir Rannveig.
Tengdar fréttir Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29