Sóknin er besta vörnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var sérlega ánægjulegt að lesa fréttina af sauðfjárbændunum í Árdal í Kelduhverfi á dögunum sem ákváðu að vinna allt sitt kjöt sjálf í haust og taka sölumálin í sínar eigin hendur. Þannig tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka, og að sögn bændanna fengu þau meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá sinnar afurðastöðvar, að frádregnum öllum tilkostnaði. Þó að þessi leið sé eflaust ekki öllum bændum fær í núverandi árferði þá er þetta lítið dæmi um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi og stjórnmálamenn eru ekki að þvælast fyrir að óþörfu. Það sama mætti segja um afurðastöðvarnar en umhverfi þeirra þarfnast endurskoðunar þannig að þær styðji betur við bæði bændur og neytendur. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um ýmis úrræði sauðfjárbænda síðustu vikur eftir að bændaforystan hafnaði aðstoð stjórnvalda vegna alvarlegrar stöðu greinarinnar. Umræðan, sem upphaflega snerist að mestu um mögulegt inngrip hins opinbera og harða gagnrýni á undirritaða færðist á endanum yfir í afar uppbyggilega umræðu um hvað greinin gæti gert sjálf til að bæta meðal annars vöruþróun og markaðssetningu. Vonandi tekst komandi ríkisstjórn að byggja á því samtali og bæta þannig starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar þannig að nauðsynlegur stuðningur við greinina nýtist bændum og neytendum sem best. Tækifærin eru sannarlega til staðar en á þessu sviði eins og fleirum þarf að ráðast að rót vandans og hætta að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hið sama gildir um mjólkuriðnaðinn á Íslandi sem stendur traustum fótum og er í miklum sóknarhug samanber viðtal við forstjóra MS og formann atvinnuveganefndar hins markaðssinnaða Sjálfstæðisflokks þar sem hann lýsir metnaðarfullum útrásardraumum fyrirtækisins. Fyrirtæki, sem nýtur einokunaraðstöðu innanlands og hefur burði í slíkar fyrirætlanir hlýtur að teljast tilbúið til að losa sig við hjálpardekkin sem reyndust nauðsynleg fyrir greinina til að hagræða sem skyldi á sínum tíma. Með því á ég auðvitað við að rétt sé að færa greinina undir almenn samkeppnislög og tryggja þannig að allir sitji við sama borð. Það er ekki þar með sagt að greinin geti ekki nýtt sér undanþáguákvæði, líkt og gert er á fjarskiptamarkaði og víðar en í þeim efnum þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig í samstarfi við Samkeppniseftirlitið og í samræmi við almenn samkeppnislög. Viðhald sérreglna til nánast eins fyrirtækis á ekki lengur við í íslensku samfélagi. Þetta eiga allir að sjá sem hafa fylgt sér utan um hugsjónir um frjálst og opið markaðssamfélag. Það hefur verið sannkallaður heiður að vera landbúnaðarráðherra það sem af er ári. Það er auðvitað ekkert launungarmál að ég hef nálgast starfið með öðrum hætti en forverar mínir og eflaust hefði ég mátt vanda mig betur í ýmsum samskiptum. Eftir stendur sú staðreynd að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands starfa í þágu allra landsmanna ekki einungis ákveðinna hópa eftir því hvaða ráðuneyti á í hlut. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að ráðuneytum sem útdeila háum fjárhæðum úr okkar sameiginlegu sjóðum eða fara með stjórn á auðlindum þjóðarinnar. Með þessa sýn að leiðarljósi hafði ég lagt drög að því að breyta sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í matvælaráðuneytið. Var það liður í að klippa enn frekar á strengi hagsmunaafla sem of lengi hafa haft of greiðan aðgang að pólitískum ákvörðunartökum ráðuneytisins en ekki síður var það liður til að undirbúa þessar mikilvægu atvinnugreinar til frekari sóknar inn í framtíðina. Því tækifærin eru sannarlega gríðarleg. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun