Alþjóðlegur dagur barna – Til hamingju með daginn Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur barna er haldinn hátíðlegur í dag 20. nóvember. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var þennan dag árið 1989. Ísland hefur verið skuldbundið af sáttmálanum í meira en 25 ár, en hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Þó að staða barna sé sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi eigum við talsvert í land að tileinka okkur þann breytta hugsunarhátt sem í sáttmálanum felst. Þannig virðist oft gleymast að börn eigi sjálfstæð mannréttindi, hafi rétt til að hafa áhrif á eigið líf og samfélagið almennt. Í sumar tók ég við starfi umboðsmanns barna en hlutverk embættisins er að stuðla að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í nánast hverri viku frétti ég af málefnum barna í viðkvæmri stöðu; börn sem glíma við kvíða eða geðræn vandamál og fá ekki viðeigandi þjónustu; fötluð börn sem ekki fá skólavist á sama tíma og jafnaldrar þeirra; börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi og einelti; börn sem verða miðja átaka foreldra við skilnað; börn sem búa við fátækt svo dæmi séu tekin. Með öðrum orðum börn sem verða útundan í samfélagi okkar með einum eða öðrum hætti. Staða þessara barna og viðbrögð við henni er hinn raunverulegi mælikvarði á það hversu alvarlega við lítum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Á síðustu árum hafa mörg jákvæð skref verið tekin í átt að bættum hag barna en við getum gert mun betur. Kosningar til Alþingis eru nýafstaðnar og viðræður standa yfir um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ég hvet þá sem nú hafa verið kosnir til trúnaðarstarfa á löggjafarþinginu til næstu fjögurra ára og þá sem munu leiða nýja ríkisstjórn að tryggja að þau réttindi sem barnasáttmálinn veitir börnum séu raunverulega virk í framkvæmd. Hlustum á börn og setjum hagsmuni þeirra í forgang!Höfundur er umboðsmaður barna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun