Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 11:03 Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. vedur.is Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land. Veður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land.
Veður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira