Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2017 12:00 Mynd úr safni. vísir/vilhelm Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14
Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24
Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03