Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænna verkefna hjá tryggingafélaginu VÍS.
Í tilkynningu frá VÍS segir að Eiður muni hafa umsjón með þróun og innleiðingu stafrænna lausna. Sé það liður í stefnu VÍS að vera leiðandi í stafrænum lausnum þar sem lögð er áhersla á virði fyrir viðskiptavini.
„Eiður kemur til VÍS frá Arion banka þar sem hann var verkefnastjóri í Stafrænni framtíð og kom þar að mörgum af stærstu upplýsingatækniverkefnum sem bankinn hefur ráðist í á undanförnum árum. Hann er viðskiptafræðingur og býr yfir meira en 20 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Eiður kemur til starfa um miðjan desember,“ segir í tilkynningunni.
Eiður ráðinn til VÍS
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Vaktin: Tollar Trump valda usla
Viðskipti erlent

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Viðskipti erlent


ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum
Viðskipti innlent

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Viðskipti innlent

Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni
Viðskipti innlent

Öll félög lækkuðu nema þrjú
Viðskipti innlent

Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll
Viðskipti erlent

Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta
Viðskipti innlent