Guðni vitnaði í Stephan G í Hörpu: „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2017 18:45 Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar. Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mörg erfið verkefni bíða úrlausnar stjórnvalda þegar málefni aldraðra eru annars vegar og ráðamenn verða að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins svo velferðarkerfið rísi undir nafni. Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Áttatíu ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs, undir yfirskriftinni Lífsgæði aldraðra, var haldin í Silfurbergi í Hörpu í dag en Sjómannadagsráð er eigandi Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti ávarp og sagði að það væru mörg óleyst úrlausnarefni í samfélaginu sem sneru að hagsmunum aldraðra. „Þarf aðeins að rifja upp ýmsar nýlegar fréttir því til sannindamerkis. Deilt er um frítekjumark og lífeyri eldri borgara. Svo er bið eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimilum og bið eftir aðgerð á sjúkrahúsum. Það er í verkahring ráðamanna að bregðast við óskum og þörfum samfélagsins í þessum efnum. Velferðarkerfið verður að rísa undir nafni. Þess væntum við öll sem búum í okkar góða landi og eigum að njóta saman gæða þess,“ sagði forsetinn. Guðni vitnaði í þekktan kveðskap sem sæmdi tilefninu en mörgum er tamt að tengja elli við hnignun og hrumleik. „Mínir vinir fara fjöld, kvað Bólu-Hjálmar á sinni tíð. Mér er orðið stirt um stef, sagði hann einnig ellimóður.“ Guðni sagðist þó heldur kjósa fagra lýsingu Stephans G. Stephanssonar á þeirri víðsýni og reynslu sem safna megi á langri lífsleið. „Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér á skáldið við að fólk skuli virða það sem því var kennt í æsku, vera sonur morgunroðans en kunna um leið að meta í elli nýja tíma og siði, vera vinur aftansólar,“ sagði forsetinn í Hörpu og vitnaði þar í ljóð Stephans G. Stephanssonar.
Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira