Maradona, Cafu eða Cannavaro gætu dregið Ísland upp úr pottinum 1. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira