Sneru vélinni við vegna veðurs Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 15:15 Vélin var komin langleiðina að Bíldudal, þegar ákveðið var að snúa henni aftur til Reykjavíkur. vísir/Egill Aðalsteinsson Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“ Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“
Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51
Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24