Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun