Yfirlýsing frá Geir Haarde: Ég vann Landsdómsmálið efnislega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2017 12:18 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012. VÍSIR/VILHELM Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í Strassborg í morgun. Íslenska ríkið var sýknað í málinu sem Geir höfðaði vegna dóms Landsdóms árið 2012. Geir segist ætla að una niðurstöðu dómsins í morgun. Hann segist líta svo á að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega á sínum tíma.„Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum,“ segir Geir í yfirlýsingu sinni.„Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.“Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hefðu alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.Yfirlýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing í tilefni af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu 23. nóv. 2017 Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð. Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu. Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett. Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur. Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki. Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði. Landsdómur Tengdar fréttir Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í Strassborg í morgun. Íslenska ríkið var sýknað í málinu sem Geir höfðaði vegna dóms Landsdóms árið 2012. Geir segist ætla að una niðurstöðu dómsins í morgun. Hann segist líta svo á að hann hafi unnið Landsdómsmálið efnislega á sínum tíma.„Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum,“ segir Geir í yfirlýsingu sinni.„Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.“Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hefðu alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta.Yfirlýsinguna má sjá í heild hér að neðan. Yfirlýsing í tilefni af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu 23. nóv. 2017 Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð. Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu. Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett. Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur. Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki. Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels