Áreitni og ofbeldi upp á yfirborðið Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar