Allt klárt hjá strákunum okkar: Leikir við Japani og Þjóðverja og spilað í Split Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 17:50 Strákarnir okkar mæta Japan og Þýskalandi áður en þeir fara til Króatíu. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00
Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16