Logi Ólafs: Minni félögin finna leikmenn og ala þá upp og svo koma þau stóru og taka þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 18:45 Logi Ólafsson þarf að finna sér annan framherja. vísir/stefán Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Logi Ólafsson, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, svo gott sem staðfesti frétt Vísis frá því í byrjun mánaðar um að framherjinn Geoffrey Castillion væri á leið í FH þegar að hann ræddi við Akraborgina í gær. Þjálfarinn skemmtilegi var í viðtali um komu Sölva Geirs Ottesen til Víkings en var spurður út málefni Castillion sem skoraði ellefu mörk í 16 leikjum fyrir Fossvogsliðið í sumar. „Hann er með útrunninn samning við okkur og eftir því sem mér skilst er hann að fara til Hafnarfjarðar [FH, innsk. blm],“ segir Logi. Castillion var einn besti framherji Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Íslands til að ná aftur fótfestu á sínum ferli og fór á kostum þrátt fyrir að meiðast í þriðju umferð. Logi er eðlilega sár að vera að missa svona góðan leikmann en þetta er eitthvað sem minni félögin þurfa oft að glíma við. „Þetta er svona gömul saga og ný að þessi minni félög finna mennina og ala þá upp og svo koma hin [stærri félögin, innsk. blm] og kaupa þá - eða taka þá öllu heldur,“ segir Logi en Castillion var samningslaus og frjáls ferða sinna. „Víkingur fær ekki neitt fyrir það en svona er þetta. Hann var með lausan samning og var að leita fyrir sér.“ „Svona er þetta bara. Menn bíta á agnið þegar verið er að bjóða upp á að komast í Evrópukeppni og það ætla allir að berjast um titla. Það eru allar þessar setningar sem koma. Við reyndum en ég held að hann sé að fara í Hafnarfjörð, án þess að ég viti það,“ segir Logi Ólafsson. Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan en umræðan um Castillion hefst á 4:30.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37 Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00 Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37 Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15 Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Sölvi aftur orðinn Víkingur Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 22. nóvember 2017 12:37
Sölvi býr við hliðina á Víkinni: „Ég vildi alltaf fara í Víking“ Sölvi Geir Ottesen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Víking en hann lék síðast með félaginu fyrir rúmum þrettán árum. 23. nóvember 2017 06:00
Castillion á leið til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH. 3. nóvember 2017 20:37
Sölvi Geir kveður atvinnumennskuna með þessari mynd | Einn sá eftirsóttasti í vetur Sölvi Geir Ottesen mun að öllum líkindum spila í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann hefur í það minnsta gefið það út að hann sé á heimleið. 7. nóvember 2017 17:15
Vil sýna að ég get enn spilað Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn heim og ætlar að ljúka ferlinum með því að spila í Pepsi-deildinni. Hann segist sáttur við atvinnumannsferilinn en hann eigi enn nóg inni. 10. nóvember 2017 06:00