Skil milli dags og nætur að mást út Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 20:45 Borgarljós London eru greinileg úr geimnum. Myndin var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2015. Vísir/AFP Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC. Vísindi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC.
Vísindi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira