Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanaflokkurinn ætla sér að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna og áhrif þess munu vara um áratugaskeið. Langflestir þeirra dómara sem Trump hefur tilnefnt á sínu tæpa ári í embætti, og þeir eru margir, eru hvítir karlar með íhaldssamar skoðanir. Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. Allt í allt eru um 850 alríkisdómarar í Bandaríkjunum. Umræddir dómarar geta haft mikil áhrif á margvísleg og mikilvæg málefni í Bandaríkjunum. Þar á meðal lýðræðið, mannréttindi, lög og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sjálfur hefur forsetinn sagt að val hans á dómurum sé hin ósagða saga forsetatíðar hans. „Enginn talar um þetta en þegar þú hugsar út í það...Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann,“ sagði Trump nýverið á ríkisstjórnarfundi. „Stórum hluta dómstóla verður breytt af þessari ríkisstjórn á mjög stuttu tímabili.“ Dómstólar Bandaríkjanna hafa hingað til komið í veg fyrir að Trump hafi tekist að innleiða mörg af sínum umdeildustu málefnum eins og múslimabannið, sem var stöðvað þrisvar sinnum í dómskerfinu. Einnig má benda á tilraun Trump til að meina transfólki að þjóna í herjum Bandaríkjanna.Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeild Bandaríkjaþings.Vísir/GettyLangt frá því að endurspegla fjölbreytileika þjóðarinnar Fyrr í mánuðinum fór AP fréttaveitan yfir 58 dómara sem Trump hafði tilnefnt í æviráðin störf á ýmsum dómstigum. Af 58 eru 53 þeirra hvítir. Þrír eru af asískum uppruna, einn er af spænskum uppruna og einn er þeldökkur. 47 þeirra eru karlar og ellefu eru konur. Af þeim dómurum sem Barack Obama, forveri Trump, tilnefndi voru 37 prósent þeirra hvítir og tæp 42 prósent þeirra voru konur. Hins vegar neituðu repúblikanar að staðfesta nokkurn af þeim dómurum sem Obama tilnefndi á síðasta ári sínu í embætti. Það skildi eftir rúmlega hundrað dómarasæti sem Trump hefur fyllt með glöðu geði. Á fyrstu tíu mánuðum forsetatíðar sinnar hefur Trump tilnefnt rúmlega tvöfalt fleiri dómara en Obama gerði á sama tímabili. Á fyrsta ári sínu í embætti voru 31 prósent af þeim sem Obama tilnefndi í dómarasæti hvítir karlar. Hlutfallið var 67 prósent hjá George W. Bush, 38 prósent hjá Bill Clinton, 74 prósent hjá Bush eldri og 93 prósent hjá Ronald Reagan. Rannsókn AP leiddi í ljós að hjá Donald Trump var hlutfallið, eftir tíu mánuði, 91 prósent. Af þeim sem Trump hefur tilnefnt í dómarasæti eru 81 prósent karlar.Donald F. McGahn, æðsti lögmaður Hvíta hússins.Vísir/GettyUmdeildir og óhæfir Meðal manna sem Trump hefur tilnefnt er einn maður sem hefur sagt opinberlega að trans-börn séu vísbending um áætlun Satans. Hann heitir Jeff Mateer og hefur verið tilnefndur í sæti alríkisdómara í Texas. Mateer hefur einnig sagt að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra hafi verið „ógeðsleg“ og muni leiða til fjölkvænis og kynlífs milli manna og dýra. Annar af þeim sem Trump hefur tilnefnd hefur aldrei flutt mál fyrir dómi og hefur gaman af því að eltast við drauga. Hann er talinn óhæfur af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump tilnefnt Thomas Farr í embætti alríkisdómara í Norður-Karólínu. Hann hefur í gegnum tíðina ítrekað tekið þátt í og jafnvel leitt aðgerðir sem ætlað er að draga úr getu svartra til að kjósa og endurteikna upp kjördæmi héraðsins. Í rauninni hafa fjórir af dómaraefnum Trump verið metnir óhæfir af samtökunum, sem þykir mjög fáheyrt. Það hefur aldrei gerst áður en samtökin hafa í gegnum tíðina unnið með Hvíta húsinu að því að meta hæfni mögulegra dómara. Ríkisstjórn Donald Trump hefur slitið því samstarfi og treystir þess í stað á samtök íhaldsmanna sem heitir Federalist Society til að finna mögulega dómara. Meira um þau hér neðar. Þrátt fyrir að Trump og þingmenn Repúblikanaflokksins hafi deilt um fjölda málefna og dómaraefni Trump þyki umdeild, og jafnvel verulega umdeild, hafa þingmennirnir ekki hikað við að staðfesta þá. Samkvæmt Politico hefur engin þingmaður kosið gegn vali Trump. Hvorki í nefndum né í þingsal. Hins vegar hefur öldungadeildin einungis staðfest sjö dómara í embætti. Þar af einn í Hæstarétt og fjóra í áfrýjunardómstól Bandaríkjanna. Á sama tíma hjá Obama hafði þingið þó einungis staðfest þrjá dómara. Þrátt fyrir það heldur Trump því ítrekað fram að demókratar séu að beita málþófi og að koma í veg fyrir að dómarar séu staðfestir í embætti.Neil Gorsuch, hæstaréttardómari sem skipaður var af Donald Trump fyrr á árinu.Vísir/GettyÆtla ekki að sóa tækifærinu Donald F. McGahn, æðsti lögmaður Hvíta hússins, hélt ræðu á árlegum fundi íhaldssömu samtakanna Federalist Society á dögunum þar sem hann ræddi dómaratilnefningar og sagði frá fyrstu samskiptum framboðs Donald Trump og samtakanna. Hann sagði að starfsmenn framboðsins hefðu sagt að þeir myndu búa til tvo lista. Á öðrum þeirra yrðu nöfn mögulegra dómara. Þar yrðu allir óumdeildir og allir gætu auðveldlega komist í gegnum staðfestingarferlið. Á hinum listanum yrði umdeilt fólk sem myndi gera stjórnmálamenn stressaða. Svo yrði fyrri listanum hent í ruslið og seinni listinn yrði settur fyrir þingið. McGahn sagðist vita að Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeild þingsins myndi koma þeim í gegn. Í samtali við Washington Post eftir ræðu sína sagðist McGahn þó hafa verið að grínast. Í ræðunni lofaði hann þó McConnell fyrir hugrekki sitt og kjarkinn sem hann sýndi þegar repúblikanar neituðu að staðfesta nokkurn dómara á síðasta ári Obama. McGahn sagði að það hefði leitt til fordæmalausar stöðu varðandi tóm dómarasæti þegar Donald Trump tók við embætti. McGahn hét því að ríkisstjórnin myndi ekki sóa þessu tækifæri til að fylla þessi sæti með íhaldssömum dómurum sem litu til uppruna Bandaríkjanna og texta laga við túlkun sína á stjórnarskrá landsins. „Markmið ríkisstjórnarinnar varðandi dómaratilnefningar er kristaltært. Að velja dómara eftir formi [Antonin] Scalia, [Clarence] Thomas og nú [Neil] Gorsuch.“ Neil Gorsuch, sem var staðfestur í sæti Hæstaréttardómara fyrr á þessu ári, hélt einnig ræðu á fundinum. Hann var staðfestur eftir að repúblikanar neituðu að svo mikið sem fjalla um tilnefningu Barack Obama í heilt ár. Á vefsíðu Federalist Society segir að dómskerfi Bandaríkjanna sé nú stýrt af rétttrúaðri frjálslyndisstefnu sem sé ætlað að mynda miðstýrt og einsleitt samfélag. Þessar hugsjónir séu kenndar samhliða lögum og jafnvel eins og þær séu lög. Þar segir að samtökunum sé ætlað að ítreka það hlutverk dómara að fylgja lögunum „eins og þau eru, ekki eins og þau eigi að vera“. Samtökin berjast fyrir því að koma þessum hugsjónum í verk og segja mikilvægt að innleiða þær hjá dómurum, lögmönnum, nemendum og kennurum.Bæði Gorsuch og McGahn sögðu við Washington Post að það væri kolrangt að ríkisstjórn Donald Trump hefði í raun útvistað dómaravali til Federalist Society. McGahn sagði að það þyrfti í rauninni ekki. Hann hefði verið meðlimur í samtökunum frá því hann byrjaði í lagaskóla og væri enn. „Þannig að, þetta virðist frekar hafa verið „inn-vistað“,“ sagði hann. Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanaflokkurinn ætla sér að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna og áhrif þess munu vara um áratugaskeið. Langflestir þeirra dómara sem Trump hefur tilnefnt á sínu tæpa ári í embætti, og þeir eru margir, eru hvítir karlar með íhaldssamar skoðanir. Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. Allt í allt eru um 850 alríkisdómarar í Bandaríkjunum. Umræddir dómarar geta haft mikil áhrif á margvísleg og mikilvæg málefni í Bandaríkjunum. Þar á meðal lýðræðið, mannréttindi, lög og stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sjálfur hefur forsetinn sagt að val hans á dómurum sé hin ósagða saga forsetatíðar hans. „Enginn talar um þetta en þegar þú hugsar út í það...Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann,“ sagði Trump nýverið á ríkisstjórnarfundi. „Stórum hluta dómstóla verður breytt af þessari ríkisstjórn á mjög stuttu tímabili.“ Dómstólar Bandaríkjanna hafa hingað til komið í veg fyrir að Trump hafi tekist að innleiða mörg af sínum umdeildustu málefnum eins og múslimabannið, sem var stöðvað þrisvar sinnum í dómskerfinu. Einnig má benda á tilraun Trump til að meina transfólki að þjóna í herjum Bandaríkjanna.Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeild Bandaríkjaþings.Vísir/GettyLangt frá því að endurspegla fjölbreytileika þjóðarinnar Fyrr í mánuðinum fór AP fréttaveitan yfir 58 dómara sem Trump hafði tilnefnt í æviráðin störf á ýmsum dómstigum. Af 58 eru 53 þeirra hvítir. Þrír eru af asískum uppruna, einn er af spænskum uppruna og einn er þeldökkur. 47 þeirra eru karlar og ellefu eru konur. Af þeim dómurum sem Barack Obama, forveri Trump, tilnefndi voru 37 prósent þeirra hvítir og tæp 42 prósent þeirra voru konur. Hins vegar neituðu repúblikanar að staðfesta nokkurn af þeim dómurum sem Obama tilnefndi á síðasta ári sínu í embætti. Það skildi eftir rúmlega hundrað dómarasæti sem Trump hefur fyllt með glöðu geði. Á fyrstu tíu mánuðum forsetatíðar sinnar hefur Trump tilnefnt rúmlega tvöfalt fleiri dómara en Obama gerði á sama tímabili. Á fyrsta ári sínu í embætti voru 31 prósent af þeim sem Obama tilnefndi í dómarasæti hvítir karlar. Hlutfallið var 67 prósent hjá George W. Bush, 38 prósent hjá Bill Clinton, 74 prósent hjá Bush eldri og 93 prósent hjá Ronald Reagan. Rannsókn AP leiddi í ljós að hjá Donald Trump var hlutfallið, eftir tíu mánuði, 91 prósent. Af þeim sem Trump hefur tilnefnt í dómarasæti eru 81 prósent karlar.Donald F. McGahn, æðsti lögmaður Hvíta hússins.Vísir/GettyUmdeildir og óhæfir Meðal manna sem Trump hefur tilnefnt er einn maður sem hefur sagt opinberlega að trans-börn séu vísbending um áætlun Satans. Hann heitir Jeff Mateer og hefur verið tilnefndur í sæti alríkisdómara í Texas. Mateer hefur einnig sagt að ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra hafi verið „ógeðsleg“ og muni leiða til fjölkvænis og kynlífs milli manna og dýra. Annar af þeim sem Trump hefur tilnefnd hefur aldrei flutt mál fyrir dómi og hefur gaman af því að eltast við drauga. Hann er talinn óhæfur af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Trump tilnefnt Thomas Farr í embætti alríkisdómara í Norður-Karólínu. Hann hefur í gegnum tíðina ítrekað tekið þátt í og jafnvel leitt aðgerðir sem ætlað er að draga úr getu svartra til að kjósa og endurteikna upp kjördæmi héraðsins. Í rauninni hafa fjórir af dómaraefnum Trump verið metnir óhæfir af samtökunum, sem þykir mjög fáheyrt. Það hefur aldrei gerst áður en samtökin hafa í gegnum tíðina unnið með Hvíta húsinu að því að meta hæfni mögulegra dómara. Ríkisstjórn Donald Trump hefur slitið því samstarfi og treystir þess í stað á samtök íhaldsmanna sem heitir Federalist Society til að finna mögulega dómara. Meira um þau hér neðar. Þrátt fyrir að Trump og þingmenn Repúblikanaflokksins hafi deilt um fjölda málefna og dómaraefni Trump þyki umdeild, og jafnvel verulega umdeild, hafa þingmennirnir ekki hikað við að staðfesta þá. Samkvæmt Politico hefur engin þingmaður kosið gegn vali Trump. Hvorki í nefndum né í þingsal. Hins vegar hefur öldungadeildin einungis staðfest sjö dómara í embætti. Þar af einn í Hæstarétt og fjóra í áfrýjunardómstól Bandaríkjanna. Á sama tíma hjá Obama hafði þingið þó einungis staðfest þrjá dómara. Þrátt fyrir það heldur Trump því ítrekað fram að demókratar séu að beita málþófi og að koma í veg fyrir að dómarar séu staðfestir í embætti.Neil Gorsuch, hæstaréttardómari sem skipaður var af Donald Trump fyrr á árinu.Vísir/GettyÆtla ekki að sóa tækifærinu Donald F. McGahn, æðsti lögmaður Hvíta hússins, hélt ræðu á árlegum fundi íhaldssömu samtakanna Federalist Society á dögunum þar sem hann ræddi dómaratilnefningar og sagði frá fyrstu samskiptum framboðs Donald Trump og samtakanna. Hann sagði að starfsmenn framboðsins hefðu sagt að þeir myndu búa til tvo lista. Á öðrum þeirra yrðu nöfn mögulegra dómara. Þar yrðu allir óumdeildir og allir gætu auðveldlega komist í gegnum staðfestingarferlið. Á hinum listanum yrði umdeilt fólk sem myndi gera stjórnmálamenn stressaða. Svo yrði fyrri listanum hent í ruslið og seinni listinn yrði settur fyrir þingið. McGahn sagðist vita að Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeild þingsins myndi koma þeim í gegn. Í samtali við Washington Post eftir ræðu sína sagðist McGahn þó hafa verið að grínast. Í ræðunni lofaði hann þó McConnell fyrir hugrekki sitt og kjarkinn sem hann sýndi þegar repúblikanar neituðu að staðfesta nokkurn dómara á síðasta ári Obama. McGahn sagði að það hefði leitt til fordæmalausar stöðu varðandi tóm dómarasæti þegar Donald Trump tók við embætti. McGahn hét því að ríkisstjórnin myndi ekki sóa þessu tækifæri til að fylla þessi sæti með íhaldssömum dómurum sem litu til uppruna Bandaríkjanna og texta laga við túlkun sína á stjórnarskrá landsins. „Markmið ríkisstjórnarinnar varðandi dómaratilnefningar er kristaltært. Að velja dómara eftir formi [Antonin] Scalia, [Clarence] Thomas og nú [Neil] Gorsuch.“ Neil Gorsuch, sem var staðfestur í sæti Hæstaréttardómara fyrr á þessu ári, hélt einnig ræðu á fundinum. Hann var staðfestur eftir að repúblikanar neituðu að svo mikið sem fjalla um tilnefningu Barack Obama í heilt ár. Á vefsíðu Federalist Society segir að dómskerfi Bandaríkjanna sé nú stýrt af rétttrúaðri frjálslyndisstefnu sem sé ætlað að mynda miðstýrt og einsleitt samfélag. Þessar hugsjónir séu kenndar samhliða lögum og jafnvel eins og þær séu lög. Þar segir að samtökunum sé ætlað að ítreka það hlutverk dómara að fylgja lögunum „eins og þau eru, ekki eins og þau eigi að vera“. Samtökin berjast fyrir því að koma þessum hugsjónum í verk og segja mikilvægt að innleiða þær hjá dómurum, lögmönnum, nemendum og kennurum.Bæði Gorsuch og McGahn sögðu við Washington Post að það væri kolrangt að ríkisstjórn Donald Trump hefði í raun útvistað dómaravali til Federalist Society. McGahn sagði að það þyrfti í rauninni ekki. Hann hefði verið meðlimur í samtökunum frá því hann byrjaði í lagaskóla og væri enn. „Þannig að, þetta virðist frekar hafa verið „inn-vistað“,“ sagði hann.