Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2017 18:33 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45
Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58