Arnþór Ari Atlason hefur gert nýjan þriggja ára samning við Breiðablik og mun því halda áfram að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta.
Hann skoraði fjögur mörk í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.
Arnþór Ari ólst upp hjá Þrótti og lék einnig með Fram áður en hann gekk til liðs við Blika árið 2015. Hann hefur skorað 23 mörk í 104 leikjum fyrir Breiðablik.
Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

