Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:37 Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira