Gífurlegar framkvæmdir í höfuðstöðvum Microsoft Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 13:20 Hér má sjá mynd af því hvernig svæðið mun líta út. microsoft Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum. Microsoft Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum.
Microsoft Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira