Sjálfstæðismenn jákvæðir um stjórnarsáttmála Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:15 Bryndís tekur nýjum stjórnarsáttmála opnum örmum. Vísir/Vilhelm Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman. Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman.
Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira