Apple flýtir sér að lagfæra vandræðalegan öryggisgalla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:39 Gallinn leynist í nýjustu útgáfu MacOs High Sierra-stýrikerfis Apple. Vísir/AFP Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn. Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Meiriháttar öryggisgalli hefur fundist í nýjustu útgáfu stýrikerfis Apple fyrir Mac-tölvur. Gallinn gerir hverjum sem er kleift að fá rótaraðgang að tölvu án þess að vita lykilorðið. Apple segist vinna að uppfærslu til að greiða úr gallanum. Tyrkneskur tölvunarfræðingur greindi frá gallanum í MacOs High Sierra-stýrikerfinu. Með því að skrifa notendanafnið „root“, skilja eftir lykilorðsreitinn auðan og ýta nokkrum sinnum á vendihnappinn var hægt að fá óheftan aðgang að tölvunni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tölvuöryggissérfræðingar lýsa gallanum sem „glappaskoti“ og „vandræðalegum“. Þeir sem hafa rótaraðgang geta til að mynda breytt gögnum á svæði annarra notenda á tölvunni og jafnvel eytt kerfislega mikilvægum skrám þannig að tölvan verði óvirk. Almennt séð hefur gallinn aðeins áhrif ef einhver kemst beint í tölvuna. Til að forðast möguleikann á að einhver nýti sér gallann hvetur Apple viðskiptavini sína til að búa til lykilorð fyrir rótaraðgang fyrir tölvur sínar á meðan unnið er að lausn.
Tækni Tengdar fréttir Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47 Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. 29. september 2017 23:47
Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. 13. september 2017 20:00