Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:49 Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Vísir/GVA „Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21