Katrín segir hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 22:16 Katrín Jakobsdóttir ræðir við fjölmiðlmenn að loknum flokksráðsfundi Vinstri grænna. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun. Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun.
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39
Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45
Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09