Bragðdauft jafntefli er Króatía komst á HM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
vísir/getty
Grikkir náðu ekki að ógna forskoti Króata frá fyrri leik liðanna í kvöld en eftir 0-0 jafntefli í Piraeus í Grikklandi í kvöld er það ljóst að Króatar fara á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Það var augljóst að verkefni Grikkja var af stærri gerðinni, vinna upp þriggja marka forskot ásamt því að halda hreinu gegn ógnarsterku liðið Króata.

Grikkir voru meira með boltann í leiknum, áttu fleiri marktilraunir en Króatar sátu aftarlega sáttir með sitt. Greinilega ákveðnir í að halda hreinu.

Það var lítið um góðan sóknarleik og fór svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli og eru Króatar á leiðinni á HM þriðja skiptið í röð en Grikkir verða ekki með í fyrsta skipti frá árinu 2006.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira