Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. nóvember 2017 10:15 Ólafía Þórunn slær hér upphafshögg á mótaröðinni fyrr á þessu ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira