Holloway og Aldo mætast á ný Magnús Ellert Bjarnason skrifar 12. nóvember 2017 11:26 Holloway sigraði Aldo í sumar með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær verður ekkert af UFC titilbardaga Max Holloway og Frankie Edgar 2. desember næstkomandi í Detroit. Til stóð að Holloway myndi verja belti sitt í fjaðurvigt gegn Edgar en Edgar þurfti að draga sig úr bardaganum í seinustu viku vegna meiðsla. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir 12 vikur. UFC tilkynnti í gær á Twitter reikningi sínum að Jose Aldo muni koma í stað Edgar.BUT WAIT - THERE'S MORE!@BlessedMMA will defend his belt for the first time ... against the guy he took it from! @JoseAldoJunior steps into the main event at #UFC218! pic.twitter.com/eVo8yjw0vA — UFC (@ufc) November 12, 2017 Gefst Aldo þar með tækifæri til að hefna fyrir tap gegn Holloway frá því í sumar en þeir mættust á UFC 212 í heimalandi Aldo, Brasilíu. Sigraði Holloway þann bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og sameinaði með því fjaðurvigtarbelti UFC. Var það aðeins annað tap Aldo í UFC en Conor Mcgregor rotaði hann eftirminnilega eftir aðeins 13 sekúndur fyrir tæplega tveim árum síðan. Aldo hefur ekki barist síðan hann laut í lægra haldi gegn Holloway en til stóð að hann myndi mæta Ricardo Lamas 16. desember næstkomandi. Holloway er á magnaðri 11 bardaga sigurgöngu en hann hefur ekki tapað bardaga frá árinu 2013 þegar Conor Mcgregor hafði betur gegn honum eftir dómaraákvörðun. UFC 218 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Aðrir bardagar það kvöld eru m.a.: Alistair Overeem - Francis Ngannou Henry Cejudo - Sergio Pettis Eddie Alvarez - Justin Gaethje Tecia Torres - Michelle Waterson
MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira