Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum þyki sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að stóru málunum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15