Byltingin í Rússlandi 1917 Gylfi Páll Hersir skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Um þessar mundir, nánar tiltekið 7. nóvember, er liðin heil öld frá byltingunni í Rússlandi - sögulega séð mikilvægasta atburði síðustu aldar ásamt byltingunni á Kúbu. Í fyrsta skipti í sögunni voru völdin hrifsuð úr höndum ráðastéttarinnar og vinnandi stéttir hófu uppbyggingu samfélags sem grundvallast á alþýðufólki en ekki hagsmunum eignastéttarinnar. Með því hófst nýtt tímaskeið í sögu mannkyns. Umfjöllun um byltinguna og þróun hennar er gjarnan snúið á haus. Hér er gerð tilraun til þess að skýra frá nokkrum staðreyndum.Rússland á tímum keisarans Árið 1917 hafði heimsstyrjöldin fyrri geisað í Evrópu á fjórða ár. Milljónir manna voru fallnar og ríkisstjórnir kapítalísku landanna hugðu á framhald. Rússland fór í stríðið sem heimsvaldasinnað ríki. Það bar þó einkenni hálflénskrar vanþróunar. Forréttindaaðall einokaði jarðnæðið en 80% íbúa lifðu af akuryrkju. Eitthundrað milljón smábændur drógu fram lífið á 150 milljón hekturum lands og var hlutur hverrar fjölskyldu því lítill. Þrjátíu þúsund jarðeigendur áttu að meðaltali 2.200 hektara hver, samtals 75 milljón hektara, eða jafnt og 50 milljón smábændur! Verkalýðsstéttin var að koma til sögunnar en taldi aðeins fjórar milljónir. Hún hafði engu að síður töluvert félagslegt vægi. Keisaraveldið var þekkt um víða veröld fyrir að vera "fangahús þjóða". Einungis 43% íbúanna voru af stór-rússnesku þjóðerni. Hin 57% voru undirokaðar þjóðir, Úkraínubúar, Pólverjar, Azerar, Tartarar, Tyrkir og fleiri. Þær höfðu verið neyddar inn í keisararíkið og máttu þola efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt misrétti. Ríkisvaldið var í höndum stórjarðeigenda og framkvæmdin hjá keisarans fólki. Því var beitt á hrottafenginn hátt til að berja niður alla andspyrnu. Frjálslyndari hluti borgarastéttarinnar hafði ekki hug á að velta keisaranum úr sessi og í leiðinni þessu lénska skipulagi, þrátt fyrir að alræðisvaldið héldi aftur af kapítalískri þróun. Þeir óttuðust að veikari kúgunartæki eða barátta gegn gamla samfélagskerfinu myndi hleypa milljónum af stritandi alþýðufólki inn í orrustu sem færi jafnvel út fyrir mörk borgaralegrar lýðræðisbyltingar. Þannig var staðan 1914. Í árslok 1916 höfðu fimm milljónir rússneskra bænda fallið, særst eða verið handteknir. Liðhlaupum úr hernum fjölgaði ört. Vöruverð hækkaði hratt og skortur á nauðsynjum, svo sem brauði og eldsneyti, jókst. Snemma árs 1917 braust út almenn óánægja vegna óréttlætisins. Verkafólk fundaði í verksmiðjum, mótmælagöngur og verkföll urðu tíðari. Samstaða myndaðist milli verkafólks og óánægðra hermanna.Uppreisn sviptir keisarann völdum Baráttan tók nú á sig byltingarblæ. Það byrjaði með verkfalli kvenna í vefjariðnaði í Pétursborg, þáverandi höfuðborg Rússlands. Verkföll og mótmæli breiddust út og leiddu til vopnaðrar uppreisnar og falls keisarans 27. febrúar 1917. Alþýða manna um gervallt Rússland studdi uppreisnina, smábændur og hermenn á vígstöðvum. Í uppreisninni voru þing verkafólks og bænda, svokölluð ráð (sovét) frá byltingunni 1905, endurvakin. Verkafólk í stærstu verksmiðjunum reið á vaðið, í kjölfarið fylgdi verkafólk í öðrum starfsgreinum og síðar urðu til ráð meðal hermanna og bænda. Fulltrúar voru valdir í ráðið í beinum kosningum. Þegar uppreisnin náði hámarki afréð þingið (dúman, sem keisarinn setti saman 1905) að búa til nýja bráðabirgðastjórn. Í henni sátu einkum kapítalistar og stórjarðeigendur, auk Alexanders Kerenskíjs, lögfræðings úr ráðinu í Pétursborg, sem varð forsætisráðherra um sumarið. Bráðabirgðastjórnin studdi hagsmuni kapítalista, stórjarðeigenda og erlendra heimsvaldasinna. Hún tók ekki tillit til krafna verkafólks, smábænda eða undirokaðra þjóða. Hún hélt áfram þátttöku í stríðinu og gegndu hershöfðingjar keisarans áfram fyrri stöðu. Ráðin skipuðu fulltrúar mikils meirihluta íbúanna og voru vopnaðar sveitir undir þeirra stjórn. En flokkarnir sem höfðu undirtökin þá stundina, þjóðbyltingarfólk og mensévíkar létu bráðabirgðastjórnina um völdin. Báðir flokkar voru þeirrar skoðunar að lýðræðisleg bylting gegn keisaranum gæti átt sér stað undir forystu frjálslyndra kapítalista, en verkalýðsstéttin yrði að eiga hagsmuni sína og framtíð undir þeim. Þetta hentistefnufólk studdi stríðsþátttöku Rússa, voru andsnúnin jarðnæðisumbótum, studdu ekki kröfu verkafólks um 8 stunda vinnudag og voru með málalengingar varðandi sjálfsákvörðununarrétt kúgaðra þjóða.Bolsévíkar og októberbyltingin Bolsévíkaflokkurinn var verkalýðsflokkur bæði hvað varðar samsetningu og stefnumið. Mikill meirihluti félaga og forystu flokksins var verkafólk með nákvæmlega sömu hagsmuni og annað verkafólk. Bolsévíkar (meirihluti) og mensévíkar (minnihluti) urðu til á 2. flokksþingi rússneska jafnaðarmannaflokksins í London árið 1903. Bolsévíkaflokkurinn var stofnaður 1912. Bolsévískt verkafólk sem tók þátt í febrúaruppreisninni, var í minnihluta í ráðunum framan af ári 1917. Lenín og bolsévíkarnir bentu á að þótt nærtækasta verkefnið væri að framkvæma borgaralega lýðræðisbyltingu í Rússlandi og þar með að steypa keisaraveldinu og eyða því sem eftir stóð af miðaldaskipulagi, yrði byltingin að byggja á forystu bandalags verkafólks og bænda. Lenín benti á að barátta verkafólks og bandamanna þeirra fyrir þessum lýðræðiskröfum myndi leiða þá til sósíalískrar byltingar. Vorið 1917 hrundu bolsévíkar af stað áróðursherferð undir slagorðinu "öll völd til ráðanna". Þeir hvöttu til þess að Rússland drægi sig strax út úr heimsvaldastríðinu, jarðnæði yrði tekið eignarnámi og jarðnæðisumbætur gerðar undir ráðstjórn bænda. Komið skyldi á 8 stunda vinnudegi og eftirliti verkafólks með iðnframleiðslu, bankar og stóriðnfyrirtæki skyldu þjóðnýtt og kúgaðar þjóðir fá sjálfsákvörðunarrétt. Á næstu mánuðum unnu bolsévíkar traust alþýðu manna og meirihluta í ráðunum. Frá apríl til júlí 1917 óx félagatal Bolsévíkaflokksins úr 80.000 í 240.000. Virðing verkafólks fyrir byltingarflokknum óx enn er leiðtogar hans leiddu vörn Pétursborgar gegn valdaránstilraun Kornílovs yfirhershöfðingja um haustið. Þetta leiddi til þess að bolsévíkar náðu meirihluta í framkvæmdanefnd ráðsins í Pétursborg og greiddi hún atkvæði með því að stjórn Kerenskíjs var skipt út fyrir ráðstjórnina. Vopnuð uppreisn fjölda verkamanna og hermanna sópaði burt litlum herstyrk ríkisstjórnarinnar 25. október, það er 7. nóvember samkvæmt okkar tímatali. Kerenskíj lagði á flótta. Landsþing ráðanna tók við völdum.Byltingarávinningar og gagnbylting Ríkisstjórn verkalýðs og bænda er tók við völdum hætti þátttöku Rússlands í heimsvaldastríðinu. Hún lýsti því yfir á byltingardeginum að eignum stórjarðeigenda yrði deilt út til bænda gegnum ráð fátækra smábænda, að ráðstjórnin útvegaði verkfæri, áburð og aðrar nauðsynjar svo auka mætti framleiðslu í landbúnaði. Þessi afstaða festi í sessi bandalag vinnandi fólks í borgum og til sveita, en án þess hefði byltingin ekki haldið velli. Allar þjóðir fengu valfrelsi. Þær gátu orðið hluti af Sovétríkjunum eða skilið sig frá þeim í friðsemd óskuðu þær þess. Flestar völdu fyrri kostinn, þó ekki Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen en þau höfðu verið hluti af keisaraveldinu. Eystrasaltslöndin voru hersetin af Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni en að henni lokinni komust þar á fót ráðstjórnir. Fyrir atbeina Breta komu kapítalískar stjórnir brátt í þeirra stað. Þessar stjórnir tóku ekki þátt í hernaði heimsvaldasinna gegn byltingunni, þótt Bretar hefðu vígvætt þær. Um þetta sagði Lenín seinna: "Hefðu þessi smáu ríki snúist gegn okkar, leikur enginn vafi á að við hefðum verið sigraðir." Á valdatíma Stalíns árið 1939 voru löndin hernumin og innlimuð í Sovétríkin. Byltingarstjórnin fylgdi þeirri stefnu að varðveita tungumál og menningu þeirra sem keisarinn hafði beitt misrétti. Gyðingar sem bjuggu við mikla kúgun voru nú hvattir til að koma á fót skólum, menningarmiðstöðvum og blaðaútgáfu. Litið var á þessar aðgerðir sem forsendu fyrir þróun í átt til sósíalísks samfélags. Gripið var til aðgerða er bættu stöðu kvenna til muna. Ráðstjórnin samþykkti lög sem tryggðu konum rétt til fóstureyðinga og getnaðarvarna. Gifting varð einfalt skráningaratriði og skilnaður gat nú átt sér stað að ósk annars aðilans. Ríki og kirkja voru aðskilin. Ráðin tóku ákvarðanir lýðræðislega og framfylgdu þeim. Allir pólitískir skoðanahópar, hliðhollir byltingunni, höfðu frelsi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Á fyrstu dögum byltingarinnar gaf ráðstjórnin út tilskipanir um réttindi verkafólks. Bann var lagt við verkbönnum atvinnurekenda. Allar breytingar í rekstri fyrirtækja urðu að vera með samþykki verkafólksins. Kosnir fulltrúar þess fengu aðgang að bókhaldi fyrirtækja. Lögfestur var 8 stunda vinnudagur, heilsugæsla og atvinnuleysistryggingar. Vinna barna var bönnuð. Með fullum stuðningi verkafólks boðaði Bolsévíkaflokkurinn umbreytingu ríkiskerfisins alls í sósíalíska átt og afnám kapítalismans til lengri tíma litið. Kommúnistar leituðust við að styðja baráttu verkafólks í öðrum löndum og færa byltinguna út fyrir landamæri Rússlands. Litið var svo á að það væri skilyrði fyrir vörn og framþróun byltingarinnar. Með borgarastríðinu hófst ofbeldið í landinu að nýju. Stuðningsmenn keisarans og liðsmenn kapítalista leiddu saman "hvítliða" sem var att gegn verkafólki og bændum. Innrásarherir frá fjölda heimsvaldalanda (Japan, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum) lögðust á sveif með afturhaldinu. Ríkisstjórn verkafólks og bænda svaraði með því að kalla stéttirnar sem að baki hennar stóðu til baráttu, sem þróaðist á þann veg að eignir kapítalista voru teknar eignarnámi og iðnaður og heildverslun þjóðnýtt í árslok 1918. Þar með var lagður grundvöllur fyrir áætlunarbúskap og ríkiseinokun í verslun.Tilkoma skrifræðis Byltingarbarátta í Evrópu næstu ár (einkum Þýskalandi og Ungverjalandi) brást og Sovétríkin einangruðust. Erfiðleikarnir í kjölfar borgarastríðsins og skorturinn tók sinn toll meðal verkafólks, og leiddi um leið til vaxandi skrifræðis er studdist við lögregluvald. Þessi valdahópur var undir forystu Jóseps Stalíns og rændi síðar verkafólk pólitískum völdum með kúgun og ofbeldi. Sú gagnbylting rústaði ráðunum, mörgum félagslegum ávinningum byltingarinnar var snúið við og vinnandi fólk var hrakið burt úr stjórnmálum. Skrifræðið umsnéri Bolsévíkaflokknum (hét Kommúnistaflokkur eftir byltingu) í kúgunartæki. Flokkslýðræði var lagt af og tugþúsundir flokksbundinna kommúnískra verkamanna voru teknir af lífi, fangelsaðir eða sendir í útlegð. Um miðjan fjórða áratuginn höfðu nær allir forystumenn flokksins frá fyrstu árum byltingarinnar orðið fórnarlömb hryðjuverka Stalíns. Flokkurinn sem hafði leitt byltinguna var ekki lengur til. Stalín og fylgismenn hans höfðu lagt hann í rúst, þeir tóku nafn hans og orðstír eignarhaldi til þess að fegra harðstjórnina með byltingarljóma. En með októberbyltingunni í Rússlandi 1917 opnaðist leið sósíalískra byltinga í heiminum. Byltingin hvatti vinnandi fólk um víða veröld til dáða.Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir, nánar tiltekið 7. nóvember, er liðin heil öld frá byltingunni í Rússlandi - sögulega séð mikilvægasta atburði síðustu aldar ásamt byltingunni á Kúbu. Í fyrsta skipti í sögunni voru völdin hrifsuð úr höndum ráðastéttarinnar og vinnandi stéttir hófu uppbyggingu samfélags sem grundvallast á alþýðufólki en ekki hagsmunum eignastéttarinnar. Með því hófst nýtt tímaskeið í sögu mannkyns. Umfjöllun um byltinguna og þróun hennar er gjarnan snúið á haus. Hér er gerð tilraun til þess að skýra frá nokkrum staðreyndum.Rússland á tímum keisarans Árið 1917 hafði heimsstyrjöldin fyrri geisað í Evrópu á fjórða ár. Milljónir manna voru fallnar og ríkisstjórnir kapítalísku landanna hugðu á framhald. Rússland fór í stríðið sem heimsvaldasinnað ríki. Það bar þó einkenni hálflénskrar vanþróunar. Forréttindaaðall einokaði jarðnæðið en 80% íbúa lifðu af akuryrkju. Eitthundrað milljón smábændur drógu fram lífið á 150 milljón hekturum lands og var hlutur hverrar fjölskyldu því lítill. Þrjátíu þúsund jarðeigendur áttu að meðaltali 2.200 hektara hver, samtals 75 milljón hektara, eða jafnt og 50 milljón smábændur! Verkalýðsstéttin var að koma til sögunnar en taldi aðeins fjórar milljónir. Hún hafði engu að síður töluvert félagslegt vægi. Keisaraveldið var þekkt um víða veröld fyrir að vera "fangahús þjóða". Einungis 43% íbúanna voru af stór-rússnesku þjóðerni. Hin 57% voru undirokaðar þjóðir, Úkraínubúar, Pólverjar, Azerar, Tartarar, Tyrkir og fleiri. Þær höfðu verið neyddar inn í keisararíkið og máttu þola efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt misrétti. Ríkisvaldið var í höndum stórjarðeigenda og framkvæmdin hjá keisarans fólki. Því var beitt á hrottafenginn hátt til að berja niður alla andspyrnu. Frjálslyndari hluti borgarastéttarinnar hafði ekki hug á að velta keisaranum úr sessi og í leiðinni þessu lénska skipulagi, þrátt fyrir að alræðisvaldið héldi aftur af kapítalískri þróun. Þeir óttuðust að veikari kúgunartæki eða barátta gegn gamla samfélagskerfinu myndi hleypa milljónum af stritandi alþýðufólki inn í orrustu sem færi jafnvel út fyrir mörk borgaralegrar lýðræðisbyltingar. Þannig var staðan 1914. Í árslok 1916 höfðu fimm milljónir rússneskra bænda fallið, særst eða verið handteknir. Liðhlaupum úr hernum fjölgaði ört. Vöruverð hækkaði hratt og skortur á nauðsynjum, svo sem brauði og eldsneyti, jókst. Snemma árs 1917 braust út almenn óánægja vegna óréttlætisins. Verkafólk fundaði í verksmiðjum, mótmælagöngur og verkföll urðu tíðari. Samstaða myndaðist milli verkafólks og óánægðra hermanna.Uppreisn sviptir keisarann völdum Baráttan tók nú á sig byltingarblæ. Það byrjaði með verkfalli kvenna í vefjariðnaði í Pétursborg, þáverandi höfuðborg Rússlands. Verkföll og mótmæli breiddust út og leiddu til vopnaðrar uppreisnar og falls keisarans 27. febrúar 1917. Alþýða manna um gervallt Rússland studdi uppreisnina, smábændur og hermenn á vígstöðvum. Í uppreisninni voru þing verkafólks og bænda, svokölluð ráð (sovét) frá byltingunni 1905, endurvakin. Verkafólk í stærstu verksmiðjunum reið á vaðið, í kjölfarið fylgdi verkafólk í öðrum starfsgreinum og síðar urðu til ráð meðal hermanna og bænda. Fulltrúar voru valdir í ráðið í beinum kosningum. Þegar uppreisnin náði hámarki afréð þingið (dúman, sem keisarinn setti saman 1905) að búa til nýja bráðabirgðastjórn. Í henni sátu einkum kapítalistar og stórjarðeigendur, auk Alexanders Kerenskíjs, lögfræðings úr ráðinu í Pétursborg, sem varð forsætisráðherra um sumarið. Bráðabirgðastjórnin studdi hagsmuni kapítalista, stórjarðeigenda og erlendra heimsvaldasinna. Hún tók ekki tillit til krafna verkafólks, smábænda eða undirokaðra þjóða. Hún hélt áfram þátttöku í stríðinu og gegndu hershöfðingjar keisarans áfram fyrri stöðu. Ráðin skipuðu fulltrúar mikils meirihluta íbúanna og voru vopnaðar sveitir undir þeirra stjórn. En flokkarnir sem höfðu undirtökin þá stundina, þjóðbyltingarfólk og mensévíkar létu bráðabirgðastjórnina um völdin. Báðir flokkar voru þeirrar skoðunar að lýðræðisleg bylting gegn keisaranum gæti átt sér stað undir forystu frjálslyndra kapítalista, en verkalýðsstéttin yrði að eiga hagsmuni sína og framtíð undir þeim. Þetta hentistefnufólk studdi stríðsþátttöku Rússa, voru andsnúnin jarðnæðisumbótum, studdu ekki kröfu verkafólks um 8 stunda vinnudag og voru með málalengingar varðandi sjálfsákvörðununarrétt kúgaðra þjóða.Bolsévíkar og októberbyltingin Bolsévíkaflokkurinn var verkalýðsflokkur bæði hvað varðar samsetningu og stefnumið. Mikill meirihluti félaga og forystu flokksins var verkafólk með nákvæmlega sömu hagsmuni og annað verkafólk. Bolsévíkar (meirihluti) og mensévíkar (minnihluti) urðu til á 2. flokksþingi rússneska jafnaðarmannaflokksins í London árið 1903. Bolsévíkaflokkurinn var stofnaður 1912. Bolsévískt verkafólk sem tók þátt í febrúaruppreisninni, var í minnihluta í ráðunum framan af ári 1917. Lenín og bolsévíkarnir bentu á að þótt nærtækasta verkefnið væri að framkvæma borgaralega lýðræðisbyltingu í Rússlandi og þar með að steypa keisaraveldinu og eyða því sem eftir stóð af miðaldaskipulagi, yrði byltingin að byggja á forystu bandalags verkafólks og bænda. Lenín benti á að barátta verkafólks og bandamanna þeirra fyrir þessum lýðræðiskröfum myndi leiða þá til sósíalískrar byltingar. Vorið 1917 hrundu bolsévíkar af stað áróðursherferð undir slagorðinu "öll völd til ráðanna". Þeir hvöttu til þess að Rússland drægi sig strax út úr heimsvaldastríðinu, jarðnæði yrði tekið eignarnámi og jarðnæðisumbætur gerðar undir ráðstjórn bænda. Komið skyldi á 8 stunda vinnudegi og eftirliti verkafólks með iðnframleiðslu, bankar og stóriðnfyrirtæki skyldu þjóðnýtt og kúgaðar þjóðir fá sjálfsákvörðunarrétt. Á næstu mánuðum unnu bolsévíkar traust alþýðu manna og meirihluta í ráðunum. Frá apríl til júlí 1917 óx félagatal Bolsévíkaflokksins úr 80.000 í 240.000. Virðing verkafólks fyrir byltingarflokknum óx enn er leiðtogar hans leiddu vörn Pétursborgar gegn valdaránstilraun Kornílovs yfirhershöfðingja um haustið. Þetta leiddi til þess að bolsévíkar náðu meirihluta í framkvæmdanefnd ráðsins í Pétursborg og greiddi hún atkvæði með því að stjórn Kerenskíjs var skipt út fyrir ráðstjórnina. Vopnuð uppreisn fjölda verkamanna og hermanna sópaði burt litlum herstyrk ríkisstjórnarinnar 25. október, það er 7. nóvember samkvæmt okkar tímatali. Kerenskíj lagði á flótta. Landsþing ráðanna tók við völdum.Byltingarávinningar og gagnbylting Ríkisstjórn verkalýðs og bænda er tók við völdum hætti þátttöku Rússlands í heimsvaldastríðinu. Hún lýsti því yfir á byltingardeginum að eignum stórjarðeigenda yrði deilt út til bænda gegnum ráð fátækra smábænda, að ráðstjórnin útvegaði verkfæri, áburð og aðrar nauðsynjar svo auka mætti framleiðslu í landbúnaði. Þessi afstaða festi í sessi bandalag vinnandi fólks í borgum og til sveita, en án þess hefði byltingin ekki haldið velli. Allar þjóðir fengu valfrelsi. Þær gátu orðið hluti af Sovétríkjunum eða skilið sig frá þeim í friðsemd óskuðu þær þess. Flestar völdu fyrri kostinn, þó ekki Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen en þau höfðu verið hluti af keisaraveldinu. Eystrasaltslöndin voru hersetin af Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni en að henni lokinni komust þar á fót ráðstjórnir. Fyrir atbeina Breta komu kapítalískar stjórnir brátt í þeirra stað. Þessar stjórnir tóku ekki þátt í hernaði heimsvaldasinna gegn byltingunni, þótt Bretar hefðu vígvætt þær. Um þetta sagði Lenín seinna: "Hefðu þessi smáu ríki snúist gegn okkar, leikur enginn vafi á að við hefðum verið sigraðir." Á valdatíma Stalíns árið 1939 voru löndin hernumin og innlimuð í Sovétríkin. Byltingarstjórnin fylgdi þeirri stefnu að varðveita tungumál og menningu þeirra sem keisarinn hafði beitt misrétti. Gyðingar sem bjuggu við mikla kúgun voru nú hvattir til að koma á fót skólum, menningarmiðstöðvum og blaðaútgáfu. Litið var á þessar aðgerðir sem forsendu fyrir þróun í átt til sósíalísks samfélags. Gripið var til aðgerða er bættu stöðu kvenna til muna. Ráðstjórnin samþykkti lög sem tryggðu konum rétt til fóstureyðinga og getnaðarvarna. Gifting varð einfalt skráningaratriði og skilnaður gat nú átt sér stað að ósk annars aðilans. Ríki og kirkja voru aðskilin. Ráðin tóku ákvarðanir lýðræðislega og framfylgdu þeim. Allir pólitískir skoðanahópar, hliðhollir byltingunni, höfðu frelsi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Á fyrstu dögum byltingarinnar gaf ráðstjórnin út tilskipanir um réttindi verkafólks. Bann var lagt við verkbönnum atvinnurekenda. Allar breytingar í rekstri fyrirtækja urðu að vera með samþykki verkafólksins. Kosnir fulltrúar þess fengu aðgang að bókhaldi fyrirtækja. Lögfestur var 8 stunda vinnudagur, heilsugæsla og atvinnuleysistryggingar. Vinna barna var bönnuð. Með fullum stuðningi verkafólks boðaði Bolsévíkaflokkurinn umbreytingu ríkiskerfisins alls í sósíalíska átt og afnám kapítalismans til lengri tíma litið. Kommúnistar leituðust við að styðja baráttu verkafólks í öðrum löndum og færa byltinguna út fyrir landamæri Rússlands. Litið var svo á að það væri skilyrði fyrir vörn og framþróun byltingarinnar. Með borgarastríðinu hófst ofbeldið í landinu að nýju. Stuðningsmenn keisarans og liðsmenn kapítalista leiddu saman "hvítliða" sem var att gegn verkafólki og bændum. Innrásarherir frá fjölda heimsvaldalanda (Japan, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum) lögðust á sveif með afturhaldinu. Ríkisstjórn verkafólks og bænda svaraði með því að kalla stéttirnar sem að baki hennar stóðu til baráttu, sem þróaðist á þann veg að eignir kapítalista voru teknar eignarnámi og iðnaður og heildverslun þjóðnýtt í árslok 1918. Þar með var lagður grundvöllur fyrir áætlunarbúskap og ríkiseinokun í verslun.Tilkoma skrifræðis Byltingarbarátta í Evrópu næstu ár (einkum Þýskalandi og Ungverjalandi) brást og Sovétríkin einangruðust. Erfiðleikarnir í kjölfar borgarastríðsins og skorturinn tók sinn toll meðal verkafólks, og leiddi um leið til vaxandi skrifræðis er studdist við lögregluvald. Þessi valdahópur var undir forystu Jóseps Stalíns og rændi síðar verkafólk pólitískum völdum með kúgun og ofbeldi. Sú gagnbylting rústaði ráðunum, mörgum félagslegum ávinningum byltingarinnar var snúið við og vinnandi fólk var hrakið burt úr stjórnmálum. Skrifræðið umsnéri Bolsévíkaflokknum (hét Kommúnistaflokkur eftir byltingu) í kúgunartæki. Flokkslýðræði var lagt af og tugþúsundir flokksbundinna kommúnískra verkamanna voru teknir af lífi, fangelsaðir eða sendir í útlegð. Um miðjan fjórða áratuginn höfðu nær allir forystumenn flokksins frá fyrstu árum byltingarinnar orðið fórnarlömb hryðjuverka Stalíns. Flokkurinn sem hafði leitt byltinguna var ekki lengur til. Stalín og fylgismenn hans höfðu lagt hann í rúst, þeir tóku nafn hans og orðstír eignarhaldi til þess að fegra harðstjórnina með byltingarljóma. En með októberbyltingunni í Rússlandi 1917 opnaðist leið sósíalískra byltinga í heiminum. Byltingin hvatti vinnandi fólk um víða veröld til dáða.Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun