BL fyrst umboða að selja yfir 6.000 bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 09:26 Mini er eitt af nýjum bílamerkjum BL.BL hóf einnig sölu Jaguar bíla á árinu. Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent
Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent