Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 10:29 Sessions hefur ekki verið í náðinni hjá Trump eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira