Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:41 Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels