Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 10:00 FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita