Nemandi Hagaskóla fluttur með sjúkrabíl eftir harkaleg slagsmál Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 13:05 Hagaskóli. Vísir/vilhelm Flytja þurfti nemanda með sjúkrabíl úr Hagaskóla í Reykjavík eftir að honum lenti harkalega saman við annan nemanda síðasta þriðjudag. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Hagaskóla sendi á aðstandendur nemenda við Hagaskóla fyrr í dag. Þar segir skólastjórinn, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, að nemandinn sem fluttur var með sjúkrabíl hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs og mætt í skóla daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Á sjötta hundrað nemendur, í áttunda, níunda og tíunda bekk, stunda nám í Hagaskóla. Sesselja segir lögreglu hafa verið í skólanum síðustu daga vegna atviksins sem kom upp á þriðjudag og vegna annarra mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni. „Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur,“ segir í póstinum sem skólastjórinn sendi. Hann má lesa í heild hér fyrir neðan:Kæru foreldrarVæntanlega hafið þið heyrt af atviki sem kom upp milli tveggja nemenda í skólanum síðasta þriðjudag. Þann dag lenti tveimur nemendum harkalega saman. Annar nemandinn sem var fluttur á brott í sjúkrabíl var útskrifaður sama dag og kom í skólann daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Það getur verið erfitt að senda út póst samdægurs um atvik sem þetta, fyrst og fremst er verið að huga að nemendum og síðan þarf að ræða við ýmsa aðila og kanna málið til hlítar. Á sama tíma er það frekar sjaldgæft að sjúkrabíll komi að skólanum og það vekur alltaf ákveðnar spurningar sem nemendur fá ekki svör strax við. Lögreglan hefur líka verið oftar hjá okkur síðustu daga en hingað til, bæði vegna þessa atviks á þriðjudaginn og vegna annarra mála sem eru í rannsókn hjá lögreglu.Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur. Við megum ekki gleyma því að um er að ræða börn við skólann og allar upplýsingar sem ég má veita eru ekki meiri en hér koma fram. Kennarar voru engu að síður hvattir til að ræða þetta við sína nemendur í gær, hlusta á nemendur og svara spurningum þeirra. Ég bið ykkur um að hafa samband við stjórnendur skólans ef spurningar vakna eða börnum ykkar líður illa eftir þetta atvik. Með kærri kveðju,S. Ingibjörg Jósefsdóttirskólastjóri Hagaskóli Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Flytja þurfti nemanda með sjúkrabíl úr Hagaskóla í Reykjavík eftir að honum lenti harkalega saman við annan nemanda síðasta þriðjudag. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Hagaskóla sendi á aðstandendur nemenda við Hagaskóla fyrr í dag. Þar segir skólastjórinn, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, að nemandinn sem fluttur var með sjúkrabíl hafi verið útskrifaður af sjúkrahúsi samdægurs og mætt í skóla daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Á sjötta hundrað nemendur, í áttunda, níunda og tíunda bekk, stunda nám í Hagaskóla. Sesselja segir lögreglu hafa verið í skólanum síðustu daga vegna atviksins sem kom upp á þriðjudag og vegna annarra mála sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni. „Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur,“ segir í póstinum sem skólastjórinn sendi. Hann má lesa í heild hér fyrir neðan:Kæru foreldrarVæntanlega hafið þið heyrt af atviki sem kom upp milli tveggja nemenda í skólanum síðasta þriðjudag. Þann dag lenti tveimur nemendum harkalega saman. Annar nemandinn sem var fluttur á brott í sjúkrabíl var útskrifaður sama dag og kom í skólann daginn eftir. Hinn nemandinn hefur verið heima eftir atvikið. Það getur verið erfitt að senda út póst samdægurs um atvik sem þetta, fyrst og fremst er verið að huga að nemendum og síðan þarf að ræða við ýmsa aðila og kanna málið til hlítar. Á sama tíma er það frekar sjaldgæft að sjúkrabíll komi að skólanum og það vekur alltaf ákveðnar spurningar sem nemendur fá ekki svör strax við. Lögreglan hefur líka verið oftar hjá okkur síðustu daga en hingað til, bæði vegna þessa atviks á þriðjudaginn og vegna annarra mála sem eru í rannsókn hjá lögreglu.Því miður gerist það að ýmsar sögur fara af stað. Í skólanum eru t.d. tvær rúður brotnar. Önnur brotnaði á mánudaginn og hin eftir umrætt atvik. Ég hef heyrt sögur af því að þessar rúður hafi brotnað í átökum þessara nemenda, það er rangt. Eins hef ég heyrt talað um blóð á göngum, það er ekkert til í því. Ef til vill hafið þið heyrt aðrar sögur. Við megum ekki gleyma því að um er að ræða börn við skólann og allar upplýsingar sem ég má veita eru ekki meiri en hér koma fram. Kennarar voru engu að síður hvattir til að ræða þetta við sína nemendur í gær, hlusta á nemendur og svara spurningum þeirra. Ég bið ykkur um að hafa samband við stjórnendur skólans ef spurningar vakna eða börnum ykkar líður illa eftir þetta atvik. Með kærri kveðju,S. Ingibjörg Jósefsdóttirskólastjóri Hagaskóli
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira