Góður lokasprettur skaut Ólafíu upp í 19. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. nóvember 2017 20:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í 19-36. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrsta hring á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída um helgina. Fékk Ólafía þrjá fugla á fjórum holum eftir að hafa fengið skolla 13. braut en hún lék þrjár af fjórum par 3 holum vallarins á fugli í dag og tapaði höggi á aðeins tveimur holum. Heilt yfir getur hún verið ánægð með spilamennskuna, hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum, fór aðeins einu sinni í glompu og púttaði 28 sinnum á 18 holum en hún lenti á köflum í vandræðum með innáhöggin þar sem hún var 12/18. Ólafía sem hóf leik á 10. braut lék stöðugt golf í upphafi, var að slá vel af teig en innáhöggin voru ekki alltaf að rata inn á flötina en hún bjargaði sér oft vel með góðum vippum og púttum. Byrjaði hún daginn á tveimur pörum áður en fyrsti fugl dagsins lét dagsins ljós á 12. braut vallarins, fyrstu par 3 holu dagsins hjá henni. Fylgdi hún því eftir með sex pörum í röð og kom í hús þegar fyrsti dagur var hálfnaður á einu höggi undir pari. Sami stöðugleiki var á fyrstu holum, hún hitti brautirnar vel og var að koma sér inn á flatir í öðru höggi en að tvípútta fyrir pari. Fyrri skolli dagsins leit svo dagsins ljós á 13. braut, langri par 4 braut. Það virtist ekkert trufla okkar konu sem fylgdi því eftir með tveimur fuglum í röð, þeim fyrri á par 3 holu og par 5 holu eftir það. Á næstu holu kom par en á sautjándu setti hún aftur niður fugl á par 3 holu. Hún lenti hinsvegar í smá vandræðum á lokaholunni, fór í sandgryfjuna í fyrsta sinn á hringnum og náði ekki að bjarga parinu og þurfti því að sætta sig við annan skolla dagsins. Ólafía leikur annan hring mótsins á morgun og verður fylgst vel með á Vísi með gengi okkar konu á lokamóti þessarar sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira