Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Kára Arnóri Kárasyni, tæplega 24 milljónir króna vegna vangoldinna launa við starfslok hans.
Kári Arnór sagði upp störfum í fyrravor í kjölfar þess að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Var hann fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að segja upp störfum vegn aleka Panamaskjalanna.
Vildi Kári Arnór meina að lífeyrissjóðurinn hefði ekki staðið við greiðslur sínar við starfslok.
Þá þarf Stapi að greiða Kára Arnóri tvær milljónir króna í málskostnað eins og segir í dómnum.
Kári Arnór fær 24 milljónir í bætur frá Stapa

Tengdar fréttir

Hætti vegna Panamaskjala en vill laun
Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans.

Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs segir af sér vegna eignarhalds á félögum í Panama-skjölunum
Kári Arnór Kárason biður vini og samstarfsfólk afsökunar og segist leiður yfir málinu.

Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins hættur vegna Panama-skjalanna
Kristján Örn Sigurðsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Framkvæmdastjórum bar að afla leyfis stjórnar
Forstjóri FME segir að tilkynning um viðskipti með aflandsfélög nægi ekki.