Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:15 Covington hefur tekist á mettíma að verða hataðasti maðurinn hjá UFC. vísir/getty Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur. MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur.
MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira