Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 19:07 Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira